Um samtökin

Hlutverk samtakanna er að styðja við starfsemi Líknardeildar Landspítalans í Kópavogi og annarar líknarþjónustu á Íslandi.
Tilgangi sínum hyggjast samtökin ná með því meðal annars:
1) Að einbeita sér að því að líknar- og heilbrigðisþjónusta við sjúka, aldraða og deyjandi verði efld og taki mið af þörfum notenda á grundvelli samráðs við sjúka og aldraða og aðstandendur þeirra.
2) Að stuðla að almennri kynningu á mikilvægi líknarþjónustu.
3) Að vinna með þeim félagasamtökum, sem þegar hafa sýnt þessari starfsemi velvild og rausnarskap eða munu gera það í framtíðinni.