Tilkynning um aðalfund

739

Aðalfundur Hollvinasamtaka líknarþjónustu verður haldinn í Neskirkju fimmtudaginn 12. nóvember 2015 og hefst hann klukkan 20:00.
Dagskrá:

Fyrst heldur Ásdís Þórbjarnardóttir, hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur erindi: „Líknarþjónusta á Íslandi í alþjóðlegu ljósi.“

Að því loknu og kaffihléi hefjast venjuleg aðalfundarstörf:

1. Skýrsla stjórnar og reikningar liðins starfsárs.
2. Umræður um skýrslu og reikninga.
3. Lagabreytingar.
4. Kosning stjórnar fyrir komandi starfsár.
5. Kosning tveggja skoðunarmanna.
6. Önnur mál.
STJÓRNIN

Fundarstjóri: Tryggvi Gíslason, fyrrv. skólameistari