50. stjórnarfundur 30. sept. 2016

146

Stjórnarfundur Hollvinasamtaka líknarþjónustu haldinn föstudaginn 30. september 2016 í kl.10:30 húsakynnum Oddfellowreglunnar á Akureyri.

Mættir voru:
Rún Halldórsdóttir formaður
Rósa Kristjánsdóttir ritari
Ingimar Einarsson meðstjórnandi
Kristín Sólveig Bjarnadóttir meðstjórnandi

Dagskrá fundarins:
1. Málþing dagsins
2. Framtíð samtakanna
3. Undirbúningur aðalfundar
4. Önnur mál

 

1.
Kristín Sólveig kynnti okkur undirbúning málþingsins sem við vorum komin norður til að taka þátt í.
Allir sem að því stóðu, veittu ómetanlegan stuðning að öllu leyti og voru boðnir og búnir að leggja sitt að mörkum án nokkurrar þóknunnar fyrir.
Forseti Íslands sendi ávarp á netinu þar sem hann gat ekki verið viðstaddur sjálfur og byrjaði málþingið á mjög svo hvetjandi og uppörvandi orðum hans. Kristín sagði okkur að Guðni og eiginkona hans hefðu unnið um tíma á námsárum sínum á líknardeild í Bretlandi svo hann þekkir til þeirrar starfsemi.

2.
Varðandi umræðuna um framtíð samtakanna var ákveðið að eiga fund með stjórn Lífsins um samvinnu og jafnvel samruna þessarra tveggja samtaka.
Nauðsynleg er að breyta lögum beggja samtaka ef af þessu verður, Rún mun ráðfæra sig við Tryggva Gíslason um þau mál.
Rósa tekur að sér að finna tíma með stjórn Lífsins.

3.
Ráðgert að hafa aðalfund samtakanna í nóvember og kynna þá tillögur að samvinnu/samruna samtakanna við Lífið.
Breyting er á stjórn Hollvinasamtakanna þar sem Helgi Ágústsson óskar eftir að ganga úr stjórninni strax af persónulegum ástæðum.
Ingimar ætlar að ganga í að yfirfæra prókúru en Rún mun ræða við Helga um frágang reikningsmála og koma þeim til endurskoðenda samtakanna.

 

Fleira var ekki á dagskrá þessa fundar og var honum slitið um kl.11:15.
Fundargerð ritaði Rósa Kristjánsdóttir