49. stjórnarfundur 1. mars 2016

301

Stjórnarfundur Hollvinasamtaka líknarþjónustu haldinn þriðjudaginn 1.mars 2016 kl. 16:00 í húsakynnum Reykjavíkurakademíunnar við Þórunnartún í Reykjavík.

Mættir voru:
Rún Halldórsdóttir formaður
Helgi Ágústsson gjaldkeri
Rósa Kristjánsdóttir ritari
Ingimar Einarsson meðstjórnandi
Kristín Sólveig Bjarnadóttir meðstjórnandi

Dagskrá fundarins:
1. Samþykkt fundargerðar
2. Starf komandi árs
3. Framtíð samtakanna
4. Önnur mál

Rún setti fundinn og voru fundargerðir síðasta stjórnarfundar og aðalfundar bornar upp til samþykktar. Engar athugasemdir komu fram og skoðast þær samþykktar.

Enn á ný var rætt um hvernig við getum beitt okkur og hvert væri mest aðkallandi verkefni á nýju ári. Fundur með landlækni og velferðarnefnd ?
Varðandi áframhaldandi starf Hollvinasamtakanna voru til að byrja með frekar áform um að sameinast eins og t.d. Lífinu samtökum um líknarmeðferð og tillaga um að kalla til fundar með formanni Lífsins. Einnig kom fram tillaga um að færa líknardeildinni sjóð samtakanna. Umræða um að á næsta aðalfundi yrði lögð fram tillaga um félagaslit.

Mikilvægt að fylgja eftir ályktun aðalfundarins til ráðherra varðandi líknardeild á Akureyri. Kristín Sólveig var innt eftir því hvort eitthvað væri að frétta af þeim málum á vettvangi. Kristín Sólveig hafði sent fyrirspurn um málið til Bjarna Jónassonar forstjóra SAK nýverið en þar er enginn breyting á eða niðurstaða komin í málið. Vinnuhópur lagði til 2014 að þörf væri á viðbótarlegudeildum á SAK og mikilvægt að þar verði gert ráð fyrir líknardeild. Rekstrarfé vantar sem fyrr en ýmis líknarfélög eins og t.d. Oddfellowreglan eru tilbúin með penningagjafir verði lagt af stað.

Við þessa umræðu færðust fundarmenn allir í aukanna og kom fram tillaga frá Kristínu Sólveigu um málþing á Akureyri með haustinu þar sem málefni líknardeildar yrðu til umræðu og þar m.a. kallað eftir svörum frá ráðherra heilbrigðismála um á hverju strandar. Málþingið yrði kynnt sem samtal við almenning um líknarþjónustu á norðurlandi.

Gert yrði ráð fyrir að virkja velvilja Oddfellowreglunar og fá hjá þeim aðstöðu til fundarins og var Valgerður Valgarðsdóttir djákni nefnd en hún er fyrrum starfsmaður SAK og virk í Oddfellowreglunni. Kristín Sólveig mun hafa samband við hana svo og heimafólk sem kæmi að eins og t.d. starfsfólk heilsugæslunnar á Akureyri. Fleiri líknarfélög hafa sýnt þessu máli áhuga og velvilja og er nauðsynlegt að ræða við það fólk.

Fram kom tillaga um að ræða við Tryggva Gíslason um að flytja ávarp í upphafi og stýra málþinginu. Skemmst er frá að segja að Helgi ræddi strax við Tryggva og tók hann vel í að gera þetta. Fleiri tillögur komu um ræðumenn og má þar nefna Bjarna Jónasson sem myndi kynna sjónarmið SAK, Elísabet Hjörleifsdóttir frá Háskólanum á Akureyri sem myndi kynna Hvers vegna líknardeild?

Mikilvægt að fá ráðherra og landlækni til samtalsins.

Dagsetningar sem nefndar voru eru 23.eða 30.september 2016

Ákveðið var að vinna vel í undirbúningi fyrir vorið þannig að sem flest yrði komið á hreint fyrir sumarfrí.
Næsti fundur ákveðinn þriðjudaginn 3.maí kl.16:00 fundarstaður ekki ákveðin.
Formaður sleit fundi um kl.17:00

Fundargerð ritaði Rósa Kristjánsdóttir