48. stjórnarfundur 12. nóv. 2015

584

Mætt voru: Ingimar Einarsson, formaður, Helgi Ágústsson, gjaldkeri, Rósa Kristjánsdóttir, ritari og Rún Halldórsdóttir, meðstjórnandi. Kristín Sólveig Bjarnadóttir, meðstjórnandi, boðaði forföll.

Fundurinn var fyrst og fremst til undirbúnings aðalfundar sem fór fram á sama stað síðar um kvöldið.

Ingimar vildi setja niður helstu áherslur okkar fyrir komandi starfsár en áfram eru það brýnustu verkefnin að ná eyrum stjórnvalda og ræða mikilvægi stefnumótunar fyrir líknameðferð í landinu.

Stjórnrmenn voru sammála um að stefna að því á nýju ári að fá fund með landlækni, velferðarnefnd Alþingis og velferðarráðuneytisfólki.

Helgi var beðinn um að setja saman ályktun sem lögð yrði fyrir aðalfundinn varðandi nauðsyn þess að stjórnvöld legðu líknarþjónustu á Akureyri lið svo hægt verði að opna líknardeild á sjúkrahúsinu og tryggja jafnframt fé til rekstrar hennar.

Ingimar vill gjarnan hætta sem formaður samtakanna vegna anna og var Rún beðin að taka að sér það hlutverk og fellst hún á það.

Fleira var ekki rætt að sinni en fundi var slitið um kl. 19:30.

Fundargerð ritaði Rósa Kristjánsdóttir.